Íslenska
/ English
Lorem ipsum dolor sit amet

APEX veitir persónulega lögfræðiþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á fjölbreyttum sviðum lögfræðinnar, þó kjarni starfseminnar sé á sviði fjármuna- og félagaréttar, þ.m.t. samninga- og hugverkaréttar.
Lögmannsþjónusta og ráðgjöf
APEX lögfræðiþjónusta leggur áherslu á að veita vandaða og persónulega lögfræði- og lögmannsþjónustu á fjölbreyttum sviðum lögfræðinnar. Viðskiptavinir stofunnar eru fjölbreyttir og meðal þeirra eru frumkvöðlar að hefja starfsemi, fyrirtæki í atvinnurekstri, opinberar stofnanir, ráðuneyti sem og einstaklingar. 

Lögmenn APEX hafa sérstakan áhuga á að þjónusta aðila á sviði hinna skapandi greina og upplýsingatækni með því að t.d. veita ráðgjöf og aðstoð við upphaf eða breytingar rekstrar, fjármögnun, samningagerð,

hugverkavernd, úrlausn ágreinings og hvaðeina annað.


Útvistun innanhúslögmanna
APEX býður viðskiptavinum sínum upp á þjónustu sem kalla mætti "útvistun innanhús lögmanna" eða verkefna þeirra hvar þarfir viðskiptavinar eru greindar og sérhæfðar en hagkvæmar lausnir fundnar eftir þörfum hvers viðskiptavinar fyrir sig.

Mörg smærri og meðalstór fyrirtæki hafa þörf fyrir lögfræðiþjónustu og ráðgjöf en ekki í þeim mæli, eða fyrir þann fasta kostnað, að hafa lögmann eða lögmenn, i fullu starfi innanhús. Eins þurfa innanhús lögmenn tilfallandi aðstoð við framkvæmd einstakra verkefna og eða vilja útvista ákveðnum verkefnum til frambúðar. 

APEX býður upp á lausnir hvar fyrirtækjum og stofnunum sem þurfa beinan og óhindraðan aðgang að lögmanni sem þekkir viðkomandi rekstur og verkefni fyrirfram, án þess að viðkomandi lögmaður sé fastráðinn, upp á sérsniðnar lausnir við útvistun verkefna innanhúslögmanna. Hvort sem er í einstökum verkefnum eða viðvarandi þjónustu og aðstoð til lengri tíma. Hugverkaréttur (IP) og upplýsingatækni (IT)
Hugverk og hugverkaréttindi eru og verða oft meðal verðmætustu eigna einstaklinga og fyrirtækja. Tryggja má
réttindi og vernd hugverka með fjölmörgum hætti, allt eftir aðstæðum og atvikum hverju sinni. Höfundaréttur, vörumerki, önnur auðkenni, einkaleyfi, hönnun, lén, atvinnuleyndarmál og hvaða aðrar upplýsingar og þekking er þarfnast verndar eru meðal þess sem APEX veitir ráðgjöf og aðstoð vegna.

Lög og reglur á sviði upplýsingatæknimála eru í stöðugri mótun. Réttarvernd á sviðinu tengist oft
hugverkarétti en er einnig sérhæfð, auk þess að tengjast beint samningarétti. Samningagerð sem og skilmálar fyrirtækja í upplýsingatækni þarfnast sérstakrar athygli og kunnáttu. Þá er fyrirtækjum á sviðinu ætlað að fara eftir marvíslegum og mis flóknum lögum og reglum sem nauðsynlegt er að þekkja og fylgja.


APEX veitir viðskiptavinum sínum fjölþætta þjónstu á sviði hugverkaréttar og réttarverndar á sviði upplýsingatækni, þ.m.t. vegna atvinnuleyndarmála.Upplýsingaöryggi
Upplýsingaöryggismál heyra ekki til hefðbundinna réttarsviða lögfræðinnar, eða málefna lögmanna, en upplýsingaöryggismál þarf að skoða heildrænt. Fyrirtæki og stofnanir kunna að þurfa að halda ákveðnum
upplýsingum leyndum, hvort sem um er að ræða hefðbundin atvinnuleyndarmál eða aðrar upplýsingar. 

APEX veitir sérhæfða ráðgjöf og lögmannsþjónustu á sviði upplýsingaöryggismála, með áherslu á samspil réttarverndar á sviði hugverka, atvinnuleyndarmála og upplýsingatækni auk samninga- og vinnuréttar.

Hafa þarf samband fyrir frekari upplýsingar um þjónustu APEX á sviði upplýsingaöryggis sem og öryggis- og varnarmála.
APEX lögfræðiþjónusta  |  Borgartún 3  |  105 Reykjavík  |  apex (hjá) apex.is  |  sími +354 519 7 519
.....